Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410378480.37

    Íslenska með áherslu á sjálfbærni í víðu samhengi
    ÍSLE1SJ05
    29
    íslenska
    Læsi, bókmenntir, hugtakaskilningur, málfræði, sjálfbærni og ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og grunnþátturinn sjálfbærni verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Einnig varða sjálfshjálparbækur, íslensk tónlist og fjölbreytt verkefni nýtt í kennslunni. Áhersla er á að námið verði sjálfbært í þeirri merkingu að það eigi eftir að nýtast nemendum í framtíðinni og færa þá nær raunveruleika lífsins í gegnum fræðslu og umfjöllun/upplifun.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtakinu sjálfbærni
    • Fjölbreytileika lífs
    • Að sérstaða manna meðal lífvera er margvísleg
    • Mikilvægi tjáningar og skynjunar
    • Ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
    • Að hægt er að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt
    • Að hægt er að nýta sér reynslu annarra til að takast á við sambærilegar aðstæður
    • Tjá sig með fjölbreyttum leiðum
    • Taka þátt í umræðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu sjálfbærni
    • Virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
    • Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf erfrá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.