Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410382291.86

  Íslenska með áherslu á heilbrigði og velferð
  ÍSLE1HV05
  23
  íslenska
  Læsi, heilbrigði, velferð og bókmenntir
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem grunnþátturinn heilbrigði og velferð verður hafður að leiðarljósi. Áhersla verður á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði, en einnig verður samspil einstaklings, aðstæðna og umhverfis skoðað og rætt. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hugtökunum heilbrigði og velferð
  • Mikilvægi þess að nýta hæfileika sína
  • Hvernig lýðheilsa sögupersóna birtist í bókmenntum
  • Hugtökum sem tengjast heilbrigði og velferð
  • Samkennd
  • Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Meta og greina heilbrigði og velferð í textum eða upplýsingum
  • Vinna með öðrum
  • Taka tillit til annarra
  • Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
  • Sýna samkennd
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Auka eigið heilbrigði og velferð
  • Vera meðvitaður um styrkleika sína
  • Að spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • Tileinka sér jákvætt hugarfar
  Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.