Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410391660.93

  Heilbrigðisfræði með áherslu á kynjafræði
  HBFR1KF02
  3
  heilbrigðisfræði
  Kynjafræði
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með stöðu karla og kvenna í nútímasamfélagi og fjallað um gagnrýna hugsun og nemendur æfðir í að temja sér hana. Fjallað verður um jafnrétti í tengslum við mismun kynjanna og samskipti, sjálfsmynd og sjálfsvitund ásamt almennu heilbrigði.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Mismunandi stöðu karla og kvenna í nútímasamfélagi
  • Mikilvægi jafnréttis hvarvetna í þjóðfélaginu
  • Gagnrýnni hugsun og merkingu hennar fyrir einstaklinginn
  • Mikilvægi réttrar sjálfsmyndar
  • Mikilvægi þess að öðlast færni í félagslegum samskiptum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Beita gagnrýnni hugsun, sérstaklega gagnvart hinum ýmsu miðlum
  • Gera sér grein fyrir jafnrétti í þjóðfélaginu
  • Skynja hvað er rétt og rangt og geta tekið ákvarðanir í samræmi við það
  • Tala um tilfinningar og reynslu í félagslegum samskiptum við bæði kynin
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Beita gagnrýnni hugsun í hvívetna
  • Horfa á mismunandi þjóðfélagshópa út frá jafnrétti og mannréttindum
  • Hafa jákvætt viðhorf gagnvart mismunandi þjóðfélagshópum óháð stöðu þeirra
  • Skynja eigin tilfinningar og þarfir og njóta sín í samvistum við aðra
  • Geta tekið upplýstar ákvarðanir
  Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.