Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410443752.7

    Heimilisfræði með áherslu á sjálfbærni
    HEFR1SB04
    5
    Heimilisfræði
    Sjálfbærni
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi, sérstaklega sjálfbærni. Áhersla er lögð á umhverfislæsi, hagkvæmni, endurvinnslu, nýtingu, sparnað og sjálfbærni í daglegu lífi. Nemendur leysa verkefni á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtakinu sjálfbær þróun
    • Hvað sjálfbærni þýðir með tilliti til innkaupa, matreiðslu, nýtingu fæðunnar, flokkunar og endurvinnslu
    • Mikilvægi sjálfbærni í daglegu lífi og sérstöðu okkar á Íslandi
    • Áhrifum umgengni okkar, virðingu fyrir umhverfinu, sparnaði og sóun á matvælum
    • Umburðarlyndi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
    • Sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnu og verkaskiptingu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skoða eigin neysluvenjur og áhrif þeirra á eigin velferð og umhverfi
    • Afla sér upplýsinga um það sem viðkemur sjálfbærni
    • Beita aðferðum til að stuðla að eigin sjálfbærni
    • Flokka umbúðir og afganga á réttan hátt
    • Vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Þekkja styrkleika sína og geta nýtt þá á jákvæðan hátt í umhverfi sínu
    • Kaupa inn sem besta vöru með tilliti til hollustu og sjálfbærni
    • Skipuleggja flokkun og endurvinnslu á eigin heimili
    • Vera meðvitaður um eigin neysluvenjur og geta breytt þeim
    • Nýta mat á hagkvæman hátt með sjálfbærni í huga
    • Vinna með öðrum og sjálfstætt
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.