Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410448481.56

  Starfsnám með áherslu á þjónustustörf
  STAR1ÞS05
  16
  starfsnám
  Þjónustustörf
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið er með sjálfstyrkingu, samskipti og samstarf og fjallað um það sem þarf til að verða góður starfsmaður í þjónustustörfum. Unnið verður með líkamsbeitingu og vinnustellingar, hreinlæti, framkomu og þjónustulund, snyrtimennsku og klæðnað. Lögð verður áhersla á skapandi hugsun, jafnrétti, lýðræði, lög- og reglugerðir, öryggis- og hollustuhætti og vinnusiðfræði. Nemendur öðlast hagnýta þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við verkefni sem viðkoma verslunar- og þjónustustörfum ásamt því að fá undirbúning undir atvinnuþátttöku. Tilgangur námsins er einnig að stuðla að jákvæðu viðhorfi til atvinnulífsins.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Margbreytileika mannlífsins
  • Mismunandi stofnunum og vinnustöðum sem tengjast verslun og þjónustu
  • Þörfum mismunandi einstaklinga og hópa varðandi verslun og þjónustu
  • Mismunandi hæfni í samskiptum og störfum sem tengjast þjónustu
  • Mikilvægi þess að öðlast færni í samskiptum og samstarfi
  • Mikilvægi þjónustulundar og að viðskiptavinurinn sé ávallt í fyrsta sæti
  • Tækjum og efnum eins og sjóðsvélum, hreinsiefnum o.fl.
  • Mikilvægi heilbrigðis og velferðar fyrir þá hópa sem þeir vinna með hverju sinni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Taka ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum
  • Vera meðvitaður um eigin færni og styrk til að vinna með öðrum
  • Þekkja mismunandi þarfir fólks sem nýta þá þjónustu sem í boði er
  • Sýna viðeigandi hegðun við mismunandi aðstæður
  • Beita viðeigandi framkomu, klæðaburði, látbragði og talsmáta
  • Beita fjölbreyttri samræðutækni við mismunandi einstaklinga og hópa
  • Beita helstu tækjum og efnum sem notuð eru í starfinu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Að vinna við þjónustustörf
  • Gera sér grein fyrir áhrifum eigin framkomu á viðskiptavini
  • Geta unnið með mismunandi einstaklingum og hópum
  • Sýna öllum viðskiptavinum umburðarlyndi, þolinmæði og fordómaleysi
  • Geta sett sig í spor annarra
  • Taka leiðsögn á uppbyggilegan hátt og nýta sér hana
  Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.