Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Kenndar eru reglur og undirstöðuatriði í boccia og íþróttin æfð.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Reglum leiksins
Gildi samvinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Kasttækni
Leikskilningi
Að telja stig
Að meta fjarlægð
Að þekkja liti
Að bíða eftir röðin komi að sér
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Átta sig á að boccia er fyrirtaksleikur til að spila í hópi, t.d. í tómstundum
Stunda bocciaæfingar
Taka þátt í mótum og keppnisferðalögum
Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.