Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410456765.06

    Lýðheilsa með áherslu á dans og sköpun
    LÝÐH1DS02
    17
    lýðheilsa
    Dans og sköpun
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Nemendur fá tækifæri til að hafa áhrif á dansstíla og virkja eigin sköpunarkraft í gegnum dans og hreyfingu. Farið er yfir nokkur grunnspor í dansi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Tilgangi danslistarinnar sem ákveðnu tjáningarformi
    • Nokkrum grunnsporum í dansi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að tjá sig með hreyfingu
    • Grunnsporum í dansi
    • Að dansa ákveðinn dans eða dansa
    • Tjáningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta dansað einn og sér eða með öðrum
    • Taka þátt í tómstundastarfi sem byggist á dansi
    • Geta tjáð sig í gegnum hreyfingu
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.