Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410464925.35

  Landafræði með áherslu á heimsálfurnar
  LAND1HÁ03
  2
  landafræði
  Heimsálfurnar
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað verður um heimsálfur og helstu lönd sem tilheyra þeim. Menning þeirra og saga verður skoðuð og borin saman.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hvernig heimurinn skiptist í heimsálfur
  • Fjölbreytileika þeirra
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Að þekkja heimsálfurnar
  • Að tengja saman lönd og heimsálfur
  • Að lesa á landakort
  • Að afla sér upplýsinga um lönd og geta miðlað upplýsingum um þau
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Taka þátt í umræðum um heimsálfur
  • Miðla fróðleik til annarra
  Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.