Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1410471827.79

  Tónlist með áherslu á Norðurlönd
  LSTR1TN03
  14
  listir
  Tónlist frá Norðurlöndum
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað verður um tónlist frá Norðurlöndunum í víðu samhengi og leitast við að skoða og kynna tónskáld á sviði sígildar tónlistar og/eða tónlistar sem hafa notið vinsælda í nútímanum og/eða siðastliðin ár.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hvaða lönd tilheyra Norðurlöndum
  • Að þjóðleg tónlist á Norðurlöndunum er fjölbreytt
  • Einu eða fleiri tónskáldum frá Norðurlöndum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Að þekkja tónlist og tónverk frá viðkomandi landi
  • Að þekkja tónskáld frá viðkomandi landi
  • Að geta tengt tónverk við höfund
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Greina áhugasvið sín varðandi tónlist frá Norðurlöndum
  • Tjá öðrum áhugasvið sín varðandi tónlist frá löndunum
  • Geta hlustað fordómalaust á ýmis tóndæmi
  • Taka þátt í umræðum og mynda og/eða segja skoðun sína á þeim
  Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.