Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410472826.06

    Tónlist með áherslu á framandi tónlist
    LSTR1TH03
    13
    listir
    Tónlist frá ýmsum heimsálfum
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Fjallað er um mjög ólíka tónlist frá ólíkum heimsálfum. Farið verður yfir tónlist frumbyggja ýmissa landa, mismunandi hljóðfæri, tónlistarhefð og þekkt nöfn á sviði tónlistar tengt þessum löndum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Að tónlist getur verið mjög ólík milli landa eða álfa
    • Tónskáldum frá þeim löndum sem kynnt voru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að þekkja tónlist og tónverk frá viðkomandi landi
    • Að þekkja tónskáld frá viðkomandi landi
    • Geta tengt tónverk við höfund
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina áhugasvið sitt varðandi framandi tónlist
    • Geta tjáð öðrum áhuga sinn varðandi tónlist frá löndunum
    • Geta hlustað fordómalaust á ýmis tóndæmi
    • Taka þátt í umræðum, mynda og tjá skoðun sína á þeim
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.