Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Lokamarkmið áfangans er að gera stuttmynd. Fjallað verður um uppbyggingu handrita og handritsgerðar fyrir stuttmyndir. Nemendur fá leiðsögn um myndatöku, hljóðupptöku, leikmynd, búninga og klippivinnu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtakinu stuttmynd
Ferli við gerð stuttmyndar
Tæknivinnu að baki stuttmynd
Handritsgerð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Að skrifa handrit
Að meðhöndla stafræna tökuvél, myndavél eða spjaldtölvur
Að ná tökum á klippiforriti
Að gera stuttmynd
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Vinna í teymi
Átta sig á mikilvægi skipulagðra vinnubragða
Gera sér grein fyrir mikilvægi skapandi hugsunar
Tjá sig í gegnum stuttmynd
Vinna stuttmynd
Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.