Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áfanginn er verklegur og fer fram í íþróttasal eða utandyra. Áhersla er lögð á grunnþætti þols, styrktaræfingar og liðleika. Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar til að auka úthald, s.s útihlaup/ganga, þrektæki, stöðvaþjálfun og leikir. Reynt verður að hafa æfingar við áhuga, hæfi og getu hvers og eins. Farið verður í æfingar til að bæta líkamsstyrk, s.s. æfingar með eigin líkamsþyngd eða í tækjasal. Gerðar verða teygjuæfingar í lok kennslustundar og farið yfir mikilvægi þeirra.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hversu mikilvæg góð heilsa er fyrir framtíðina
Hvað reglubundin hreyfing getur verið góð forvörn fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
Mikilvægi úthalds-, styrktar- og liðleikaþjálfunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta hverjum og einum
Reikna út æfingarpúls fyrir brennslu- og/eða þolþjálfun
Nýta sér aðferðir til að mæla þol, styrk og liðleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu
Viðhalda og/eða bæta líkamlega heilsu
Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.