Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áfanginn er bóklegur og fer fram í formi umræðna og tímaverkefna. Unnið verður með forvarnir sem tengjast hreyfingu, næringu, umhverfi, áfengi, reykingum, fíkniefnum, hreinlæti, tannheilsu, kynsjúkdómum og getnaðarvörnum. Lögð verður áhersla á að auka heilsulæsi, en það eru hæfileikar sem ráða því hversu vel nemanda gengur að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökunum um forvarnir og heilbrigði
Mikilvægi góðrar heilsu
Hvað reglubundin hreyfing er góð forvörn fyrir ýmsa langvinna sjúkdóma
Helstu flokkum næringarefna
Mikilvægi þess að velja hollt mataræði framyfir óhollt
Skaðsemi reykinga, áfengis og vímuefna á líkamlega, andlega og félagslega heilsu
Hvernig umhverfið og nærsamfélagið hefur áhrif á lífsgæði fólks
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa innihaldslýsingar á matarumbúðum
Nýta sér heimasíður, bæklinga og rannsóknir til þess að viðhalda og/eða bæta eigin heilsu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu
Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.