Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1411122493.28

  Vatn og líf 1
  ERLE2VL05
  4
  erlend samskipti
  Vatn og líf
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn er hluti af Comeníusarverkefni sem skólinn er þátttakandi í ásamt skólum frá Þýskalandi, Ítalíu og Spáni Um er að ræða nemendaskipti sem styrkt eru af Evrópusambandinu. Þema Comeníusarverkefnisins er vatn, nýting vatns, skortur á vatni og fleira tengt þessari undirstöðu alls lífs á jörðinni. Í áfanganum bera nemendur saman aðstæður þessara landa hvað þetta varðar Unnin eru hópverkefni þar sem þemu og umfjöllunarefni eru tengd áður greindum þáttum. Auk þess kynnast nemendur hluta af menningu og náttúru landanna og skólamenningu sem einkennir hvort land fyrir sig. Nemendur taka á móti gestum frá Þýskalandi, Ítalíu og Spáni og kynna þeim fyrir nánasta umhverfi skólanum og nýtingu vatns á Íslandi m.a. með heimsókn að borholum á Tröllaskaga, Norðurorku og í Mývatnssveit. Allir nemendur sækja ljósmyndanámskeið þegar ekki er verið í ferðunum til þess að geta tekið myndir fyrir dagatalið sem gera á og eins til að hafa efni til að setja inn á síður og spjallþræði tengda verkefninu.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppruna og dreifingu neysluvatns á Íslandi
  • orkuvinnslu með mismunandi hætti á Íslandi s.s. gufuafli, vatnsafli
  • umhverfisáhrifum orkuvinnslu með vatnsafli og gufuafli á Íslandi
  • grunnatriðum í ljósmyndun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • kynna sér vatnsnýtingu, orku- og umhverfismál á Íslandi og vinna úr þeim upplýsingum
  • taka þátt í vinnustaðaheimsóknum og vettvangsferðum
  • vinna með fólki af öðru þjóðerni með ensku sem samskiptamál
  • kynna eigið land og þjóð fyrir fólki af öðru þjóðerni
  • eiga í hversdagslegum samskiptum við fólk af öðru þjóðerni
  • afla sér á margvíslegan hátt upplýsinga um annað land, þjóð þess, aðstæður og menningu
  • taka ljósmyndir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á umhverfisáhrif orkuvinnslu með vatnsafli og öflun og notkun neysluvatns- eða aðra þætti sem eru til skoðunar hverju sinni
  • geta borið saman ólík lönd og þjóðir, menningu þeirra og ólíkar aðstæður vegna náttúrufars
  • koma þekkingu sinni og skilningi á framfæri á margvíslegan hátt
  • nýta kunnáttu sína í ensku í umræðum, vinnu með öðrum og kynningum
  • taka á móti gestum frá öðrum löndum og njóta þeirrar upplifunar, bæði sem einstaklingur og hluti af hóp.
  • taka ljósmyndir sem tengjast umfjöllunarefninu
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.