Nemendur læra að kynna sig, spyrja og svara einföldum spurningum, gefa einföld fyrirmæli og lýsa fötum og athöfnum. Þeir læra nöfn mánaða og vikudaga, stafrófið, tölurnar frá 1 - 100 og táknforða tengdan klukkunni og litunum.. Þeir læra að tala um nánasta umhverfi sitt og eiga að geta stafað stutt nöfn eftir námskeiðið.
Í málfræðihluta námskeiðsins læra nemendur persónu- og spurnarfornöfn, staðfestingarsvipbrigði og frásagnarsvipbrigði, hv-spurningar og já/nei- spurningar, staðsetningar og nokkrar áttbeygðar sagnir.
Textar um mál og menningu eru lagðir fram í námskeiðinu þar sem fjallað er um heyrnarleysi, samfélag heyrnarlausra og táknmál.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
táknum til að kynna sig og spyrja og svara einföldum spurningum
tölunum 1-100 og stafrófinu
nöfnum mánaða og vikudaga
persónu- og spurnarfornöfnum
staðfestingar- og frásagnarsvipbrigðum
hv-spurningum
já/nei spurningum
samfélagi heyrnarlausra
tónlist og táknmáli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tala um nánasta umhverfi sitt
stafa einföld nöfn
kynna sig
spyrja og svara einföldum spurningum
lýsa fötum og athöfnum
túlka einfalt lag á táknmáli
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stafa einföld nöfn
spyrja og svara einföldum spurningum
kynna sig og nánasta umhverfi sitt
beita persónu- og spurnarfornöfnum
þekkja staðfestingar- og frásagnarsvipbrigði
þekkja og beita hv-spurningum
túlka einfalt lag á táknmáli
Áfanginn er að mestu verklegur, nemendur þurfa að uppfylla mætingarskilyrði hans og taka virkan þátt í honum.