Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1411470343.68

  Félagslíf
  FÉLS1LT02
  2
  Félagsstörf
  Leiklist, skreytingar, tónlist
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Nemendur undirbúa árshátíð skólans með leik, söng og hljófæraleik ásamt því að skipuleggja salinn og skreyta. Nemendur fá leiðbeiningar í spuna og því hvernig maður kemur fram á sviði, t.d. sem kynnir eða skemmtikraftur. Þeir þjálfast í að skipuleggja viðburði og hugsa fyrir því sem þarf til að skemmtunin gangi snuðrulaust fyrir sig. Nemendur ákveða sætaskipulag og leggja á borð ásamt því að skreyta bæði borð og sal.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirbúningi árshátíðar
  • hvað þarf að fá utanfrá og hvað er hægt að gera á staðnum
  • skreytingum og skipulagi borðhalds
  • spuna og framkomu á sviði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • halda árshátíð
  • framkomu á sviði
  • spuna og spaugi
  • skipuleggja með tilliti til sætaskipulags og skreytinga
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja, undirbúa og halda árshátíð skólans fyrir nemendur og starfsfólk í fallega skreyttum sal með kynni og skemmtiatriðum
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.