Í áfanganum kynnast nemendur heimi goðsagna, ævintýra og fantasía. Lögð er áhersla á tengingu og samfléttun þessara forma. Nemendur lesa stutta og langa texta úr þessari bókmenntagrein og vinna verkefni út frá þeim.
A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
formi og einkennum bókmenntategundarinnar
sögu og þróun fantasíunnar, skoði stöðu hennar innan bókmenntanna og tengsl við aðra miðla, t.d. bíómyndir og sjónvarp
verkum nokkurra íslenskra og erlendra fantasíuhöfunda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um form og einkenni fantasíunnar
lesa og fjalla um fantasíur á gagnrýninn og fræðilegan hátt
flytja af öryggi vel byggða kynningu á bókmenntalegu viðfangsefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum ...sem er metið með... skriflegum og munnlegum verkefnum
tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um bókmenntir ...sem er metið með... umræðum í tímum og á neti
sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum einstaklings- og samvinnuverkefnum
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega. Verkefnaskil geta verið á skrifleg, munnleg og í formi myndbanda.