Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1411476869.74

    Litameðferð, gráskali og prentun listljósmynda
    LJÓS3LG05
    3
    ljósmyndun
    Litameðferð, gráskali og prentun listljósmynda
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur öðist dýpri og sérhæfðari þekkingu á prentun listljósmynda á fjölbreytt efni og geti nýtt hana í öllum færniþáttum bæði tæknilega og listrænt við eigin listsköpun. Nemendur spreyta sig síðan á því að túlka í prentuðum ljósmyndum og orðum eigin verk og annarra ásamt því að setja upp sýningu með eigin verkum.Lögð er áhersla á eigin túlkun í nálgun viðfangsefna.
    A.m.k. 10 einingar Í listljósmyndun á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • faggrein sinni og fjölbreyttum listastefnum innan hennar
    • miðlun sköpunar sinnar á mismunandi efni og form
    • samfélagslegu hlutverki listljósmyndunar
    • meðferð og túlkun ljósmynda
    • skapandi ljósmyndun
    • rannsóknarvinnu
    • hugmyndavinnu
    • gildi þess að tjá sig um eigin sköpun og sýna
    • vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum sinnar listgreinar og meðferð þeirra
    • hvaða þarf til að miðla þekkingu á fagsviði sínu á fjölbreytilegan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sértæka þjálfun sína í líkamsbeitingu, tækni, verklagi, skapandi aðferðum og túlkun í listljósmyndun
    • skipuleggja verkferli í listljósmyndun með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listljósmyndun og beitt viðeigandi aðferðum við útfærslu verka
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkferli og listrænar niðurstöður
    • öðlast öryggi í beitingu mismunandi miðlunarleiða í listljósmyndun og geti valið viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
    • nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun
    • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamannsins
    • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annara af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og komi auga á hagnýtingu menntunar sinnar
    • geti staðið að opinberri sýningu/tónleikum/viðburði og miðlað þar listrænum styrk sínum
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa einnig að standast mætingarkröfur áfangans.