Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1411723085.61

    Stærðfræðigrunnur 2 - Algebra og rúmfræði
    STÆR1AR05
    50
    stærðfræði
    algebra, rúmfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er ætlaður þeim sem ná ekki tilskildum árangri í stærðfræði í grunnskóla og er því hugsaður sem undirbúningur fyrir framhaldskólastærðfræði. Hann er kenndur sem hlítarnám og lögð er áhersla á einstaklingsbundið nám þar sem nemendur geta klárað námsefnið á eigin hraða. Í áfanganum er farið yfir talnareikning, algebru og rúmfræði. Enginn munur er á þessum áfanga og STÆR1TJ05 annar en sá að þeir eru kenndir á sitthvorri önninni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • talnamengjum og talnareikningi
    • veldum og rótum
    • frumtölum og frumþáttun
    • almennum brotum
    • prósentum
    • algebrustæðum
    • algebrujöfnum
    • hnitakerfi
    • flatar-, um- og rúmmáli
    • hornafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota reikniaðgerðir án reiknivélar, bæði á heilar tölur og almenn brot
    • reikna og einfalda veldi og rætur
    • frumþátta samsettar tölur
    • túlka hlutfall með prósentum
    • einfalda algebrustæður og leysa og umrita jöfnur
    • fást við einfalda rúmfræði í hnitakerfi myndrænt
    • reikna stærðir í rúmfræði útfrá formúlum og geta umritað þær
    • finna óþekkt horn þríhyrninga útfrá hornasummum, nota Pýþagórasarreglu, einslögun og hornaföll í þríhyrningum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • takast á við nám í stærðfræði á 2. hæfniþrepi
    Próf í lok hvers efnisþáttar. Nemandi telst hafa lokið áfanganum ef hann fær að lágmarki einkunnina 7 fyrir hvern efnisþátt.