Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1411744648.57

  Tilveran – Hagnýtt heimilishald
  TILV1HH05
  6
  Tilveran
  Hagnýtt heimilishald
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn er uppbyggður af fyrirlestrum, verkefnavinnu og verklegri þjálfun. Nemendur kynnast og þjálfa grunnþætti heimilishalds. Í áfanganum er farið í notkun helstu tækja sem nauðsynleg eru á hverju heimili m.a. þvottavél, þurrkari. Ísskápur og eldavél. Einnig meðferð og notkun á ýmsum hreinlætisvörum, vinnulag og hreinlæti. Farið verður yfir hvaða búnað þarf til að reka heimili og gerð kostnaðaráætlun. Nemendur fræðast og prófa sig áfram við heimilisverk sem nauðsynleg á öllum heimilum. Áhersla er lögð á að nemendur sýni samvinnu, tillitsemi og stundvísi.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvað heimilisverk eru og nauðsyn þeirra
  • hvernig helstu heimilistæki virka og notkun þeirra
  • meðferð hreinlætisvara
  • hvaða búnað þarf til að reka heimili
  • hvað kostar að reka heimili og gerð kostnaðaráætlunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma flest heimilisverk sem gerð eru á hverju heimili
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • öðlast þekkingu og færni í framkvæmd heimilis verka og hvað þarf að hafa í huga þegar stofna á heimili
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.