Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412001160.35

    Upplýsingatækni 2
    UPPT2TT05
    3
    upplýsingatækni
    einföld forritun, gagnasafnsfræði, notkun töflureikna, vefsíðugerð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra á nýleg tölvuforrit til að setja upp prentað efni í tölvum. Þeir læra á nútímamyndvinnsluforrit og öðlast færni til að búa til vefsíður. Með námi sínu eiga nemendur að öðlast þekkingu og skilning á framsetningu vefsíðna, kynningarefnis, skýrslna, glærusýninga og fleira. Farið er í mikilvægi samskipta við prentsmiðjur. Nemendur læra hvernig þeir geta sett fram eigið efni á neti skólans á sínum eigin vefsíðum. Brýnt er fyrir þeim mikilvægi gagnrýninnar heimildanotkunar þegar notað er efni af Internetinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppsetningarforriti fyrir prentað efni.
    • fjölhæfu myndvinnsluforriti.
    • einu eða fleiri vefsíðuforritum.
    • mikilvægi samskipta við prentsmiðjur.
    • mikilvægi tölvukunnáttu í nútímasamfélagi.
    • mikilvægi gagnrýninnar heimildanotkunar þegar notað er efni af Internetinu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota fullkomin tölvuforrit til að vinna bæklinga, auglýsingaplaköt o.fl.
    • hanna vefsíður með ákveðin markmið í huga.
    • vinna upplýsingar.
    • lesa upplýsingar.
    • setja fram kynningarefni á nútímalegan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna verkefni eftir fyrirmælum kennara og kennslubókar, gera auglýsingabæklinga, vinna með myndir í myndvinnsluforriti og búa efni til vinnslu í prentsmiðju. Metið með verkefnum sem skilað er rafrænt til kennara.
    • búa til vefsíður í vefsíðuforriti og setja upp vefsíður fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem metið er með verkefnum sem skilað er rafrænt til kennara og sett eru á netið.
    • taka þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda og undirbúa sjálfstætt efni, þ.e. setja upp glærur og flytja stuttan fyrirlestur fyrir samnemendur og kennara. Metið með sýningu verkefnis og þátttöku í umræðuhópum. Verkefnum skilað rafrænt til kennara.
    Verkefni í kennslubók sem nemendur vinna í tímum, saman og sér eftir því sem við á. Lokaverkefni og styttri verkefni yfir önnina. Metið er hvernig nemendur beita margmiðlun við framsetningu efnis og hvernig innihald efnisins er sett fram.