Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
menningarsaga
Fjallað verður um þróun menningar frá fornöld til nútíma. Gerð er grein fyrir helstu menningarskeiðum og listastefnum.
10 einingar á 2 þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hugtakinu menning
- megineinkennum forngrískrar og rómverskrar menningar
- áhrifum trúarbragða á menningu þjóða
- helstu einkennum endurreisnatímabilsins og barokktímabilsins
- helstu listastefnum sem fram komu á 19. og 20. öld
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- gera grein fyrir einstökum þáttum menningarsögunnar
- nota fjölbreytta miðla í náminu
- taka þátt í rökræðum um álitamálum sem efnið varða
- afla heimilda og vinna heimildaverkefni eftir þeim reglum sem krafa er gerð um
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta og skýra tilkomu listastefna í ljósi sögulegra atburða hvers tíma
- fjalla skipulega um námsefnið á gagnrýnin og markvissan hátt
- beita þeim lykilhugtökum sem gerð er grein fyrir í námsefninu
- vinna með heimildir með sjálfstæðum hætti og í samræmi við þær reglur sem fylgt er
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.