Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412764789.58

    Starfsnám með áherslu á verndaða vinnustaði
    STAR1VV05
    20
    starfsnám
    Verndaðir vinnustaðir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til að kynna sér verndaða vinnustaði. Nemendur fá tækifæri til að fara í starfsnám sem verður skipulagt í samráði við vinnuveitendur og hefur kennari eða annar starfsmaður skólans umsjón með starfsnáminu. Nemendur vinna eftir vinnulistum sem taka mið af aðstæðum hverju sinni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Vernduðum vinnustöðum
    • Undirstöðuþáttum á vernduðum vinnustöðum
    • Þeim áhöldum, tækjum og tólum sem ætlast er til að viðkomandi nýti sér eða meðhöndli á vinnustað
    • Hættum sem geta verið í starfsumhverfinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Mæta til vinnu á réttum tíma
    • Vinna sjálfstætt eða undir leiðsögn
    • Fylgja fyrirmælum
    • Fylgja hreinlætisreglum á vinnustað
    • Fylgja samskiptareglum á vinnustað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í atvinnulífinu
    • Biðja um aðstoð ef þess þarf
    • Tilheyra starfsmannahópi
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.