Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1412774949.25

  Heimilisfærni með áherslu á framleiðslu vara sem fegra heimilið
  HEFR1HÖ02
  9
  Heimilisfræði
  Hönnun
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til að kynnast ferlinu á hönnun og framleiðslu vöru til heimilisskreytinga. Áhersla er lögð á að nemendur fái að taka þátt í og skapa ferlið sjálfir allt frá hugmyndavinnu, skipulagi, sköpun og loks framleiðslu. Markmiðið er að nemendur fái að kynnast fjölbreytni í listsköpun með áherslu á það sem er vinsælt í samtímanum. Nemendur fá kynningu á því hvernig finna megi vinsælar síður á netinu til að sjá hvað er vinsælast í heimilisskreytingum hverju sinni.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Mikilvægi skipulagðra vinnubragða í framleiðslu
  • Þeim möguleikum sem sköpun hefur upp á að bjóða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Vinna eftir skipulagi
  • Finna hugmyndir sem hann vill gera að sínum og koma í framleiðslu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Fegra umhverfi sitt og annarra
  • Finna sér verkefni sér til dægrastyttingar
  • Hafa trú á eigin færni og sjálfstraust til að takast á við ný verkefni
  Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.