Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1412775421.45

  Lokaáfangi
  LÍFS1ÚÚ02
  28
  lífsleikni
  Útskrift, útskriftarferð og fjáröflun
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Viðfangsefnin eru að miklu leiti tengd útskriftarathöfninni og öllu því sem tengist henni. Nemendur fá nákvæma kynningu um alla dagskrárliði útskriftarinnar og til að gera kynninguna raunverulegri eru sýndar myndir frá fyrri útskriftarathöfnum frá skólanum. Fyrir útskriftina sjálfa fá nemendur nákvæma dagskrá sem þeir fylgja; frá því að þeir mæta í útskriftina og þangað til að útskrift líkur.Í áfanganum fá nemendur einnig tækifæri til að spreyta sig á nýjum vettvangi sem er skipulagning útskriftarferðar, allt frá draumum í raunhæfar hugmyndir sem eru framkvæmanlegar. Nemendur þurfa sjálfir að fjármagna draumaferðina og fá til þess aðstoð frá kennurum.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Skipulagi útskriftar
  • Hugtökum sem tengjast fjáröflunum
  • Mikilvægi þess að byrja undirbúning á útskriftarferð tímalega
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Skipuleggja og/eða taka þátt í fjáröflun
  • Gera ferðaáætlun fyrir útskriftarferð sem tekur mið af því fjármagni sem er til staðar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Taka þátt í útskriftarathöfn í framhaldsskóla
  • Taka þátt í fjáröflunum fyrir útskriftarferð
  • Fara í útskriftarferð að námi loknu
  Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.