Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1412787260.63

    Kenningar og samfélag
    FÉLA2KR05
    34
    félagsfræði
    kenningar og rannsóknaraðferðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að fjalla um frumkvöðla félagsfræðinnar og helstu kenningar greinarinnar. Fjallað er um tiltekna þætti samfélagsins í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar alþekktar rannsóknir á sviði félagsvísindanna teknar til skoðunnar. Áhersla er lögð á að nemendur noti félagsfræðileg hugtök og félagsfræðilegt innsæi við túlkun samfélagslegra málefna. Eitt helsta markmið áfangans er að nemendur öðlist nánari og dýpri skilning á hugtökum, kenningum og rannsóknaaðferðum greinarinnar.
    FÉLV1ÞF05 eða sambærilegur áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og lýst framlagi þeirra til greinarinnar
    • helstu einkennum samvirknikenninga, átakakenninga og samskiptakenninga
    • helstu rannsóknaaðferðum greinarinnar
    • aðferðafræði félagsfræðinnar
    • lykilhugtökum á borð við félagslega lagskiptingu, frávik, kynhlutverk og sjálfsmynd
    • hlutverki fjölmiðla í samfélagi nútímans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota félagsfræðilegar kenningar til skoðunar á samfélaginu
    • bera saman hinar ýmsu kenningar
    • lýsa helstu rannsóknaraðferðum greinarinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um samfélagsleg málefni út frá ólíkum kenningum
    • leita heimilda um námsefni, bæði ritaðra og á veraldarvefnum
    • vinna heimildaverkefni og heimildaritgerðir um einstaka þætti námsefnisins í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar vinnu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.