Áfanginn kynnir stjórnmálafræði sem fræðigrein. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á eðli og umfangi stjórnmála ásamt helstu stjórnmálastefnum. Kynnt verða helstu hugtök stjórnamálafræðinnar, fjallað um íslensk stjórnmál og alþjóðastjórnmál.
FÉLA2AL05 eða sambærilegur áfangi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar
helstu stjórnmálastefnum
mismuninum á stjórnvöldum og stjórnsýslu
ólíkri framkvæmd lýðræðis
íslenska stjórnmálakerfinu og lykilþáttum stjórnmálaþróunar á Íslandi
helstu einkennum alþjóðastjórnmála
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
útskýra og beita helstu hugtökum greinarinnar
gera grein fyrir helstu stjórnmálastefnum
gera grein fyrir helstu einkennum alþjóðastjórnvalda og alþjóðastofnana
afla heimilda um efni áfangans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um námsefnið með öguðum og skipulögðum hætti
vinna heimildaverkefni og heimildaritgerðir sem tengjast námsefninu, bæði einstaklings- og hópverkefni
bera saman ólíkar stjórnmálastefnur og ólík stjórnkerfi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.