Í áfanganum kynnast nemendum ólíkum nálgunum á viðfangsefnum rúmfræðinnar. Í fyrsta lagi kynnast nemendur evklíðskri rúmfræði og táknmáli hennar. Nemendur kynnast einnig tengslum rúmfræði við algebru og leiða út einfaldar niðurstöður í stærðfræði með því að nota bæði rúmfræði og algebru. Nemendur vinna mikið í hnitarúmfræði og kynnast vigrareikningi og hagnýtingu hans.
Í áfanganum er forritið geogebra mikið notað þar sem nemendur vinna bæði með kvikar myndir og túlka þær, en leysa einnig krefjandi og skapandi verkefni í forritinu.
Nemendur kynnast einnig rökfræði og nákvæmni í framsetningu stærðfræðilegra viðfangsefna og fullyrðinga.
Helstu efnisatriði eru: Evklíðsk rúmfræði, punktar, línur, línustrik, hringir, hringbogar, þríhyrningar, þverstæðar línur, samsíða línur, lengd, færsla, stækkun, stríkkun, speglun, snúningur, samhverfur, vigrar, samlagning vigra, skölun vigra, stefnuhorn, einingarhringurinn, einingarvigrar, stikun, innfeldi, jöfnuhneppi, ofanvarp, hornafallareglur, fullyrðingar, rökfræðitákn, sanntöflur.
STÆR2HH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lausnum hornafallajafna
hugtökum evklíðskrar rúmfræði og hnitafræði í sléttum fleti, hlutföllum lengda, flatarmál og rúmmála
rúmfræðilegum hugtökum og viðfangsefnum í tvívíðum hnitakerfum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja öllum meginreglum um stærðfræðilega framsetningu og túlkun táknmálsins á mæltu máli
leysa hornafallajöfnur
fást við viðfangsefni í tvívíðum hnitakerfum
nota vísindalegar reiknivélar og sérhæfð stærðfræðiforrit til að leysa ýmis reikningsleg viðfangsefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.