í áfanganum er fjallað um stjórnun almennt, breytingar og viðmið ásamt verkefnastjórnun og þáttum er lúta að henni. Gerð er grein fyrir gæðastjórnun, öryggi og gæðum í heilbrigðisþjónustu, atvikum og atvikaskráningu. Eins er fjallað um þekkingarstjórnun, mannauðsstjórnun, persónuþróun og tímastjórnun.
HBFR1HH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu þáttum verkefnastjórnunar
tengslum gæða og öryggis í heilbrigðisþjónustu
gæðastjórnun
atvikum, atvikaskráningu og öryggisstjórnun
mannauðsstjórnun
persónuþróun
tímastjórnun
þekkingarstjórnun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla um hvað gæðastjórnun felur í sér
bera saman staðla og gera sér grein fyrir viðmiðum
skrá atvik og leita leiðbeininga um öryggisþætti
gera ferilskrá, tímaáætlanir og fundargerðir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota aðferðir við verkefnastjórnun í heilbrigðisþjónustu
útskýra gæðastjórnun og tengsl gæða og öryggis fyrir heilbrigðisþjónustu
útskýra kosti mannauðsstjórnunar
tileinka sér tímastjórnun
gera sér grein fyrir mikilvægi öryggisstjórnunar og vinnuverndar
fjalla um þekkingarstjórnun
Símat sem byggir á mætingu, þátttöku, hópverkefnum og einstaklingsverkefnum