Í áfanganum er fjallað um Sérlyfjaskrá, ATC-flokkun lyfja, frásogsstaði lyfja, ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum, mismunandi lyfjaform og hlutverk þeirra. Farið er í umbúðir lyfja, geymslu þeirra og skömmtun. Farið er lauslega í lyfjalög og reglugerðir um gerð lyfseðla, ávísun lyfja, afgreiðslu lyfseðla og afhendingu lyfja. Einnig er fjallað um áhrif helstu lausasölulyfja og lögð áhersla á verkjalyf og meltingarfæralyf.
Áfangi á 1. þrepi í eðlis- og efnafræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu sérlyfjaskrár og lyfjaverðskrár
ATC-flokkunarkerfi lyfja
ýmsum algengum skilgreiningum sem tengjast lyfjum
frásogi og frásogsstöðum lyfja
lyfjaformum og hlutverkum þeirra
geymslu og fyrningu lyfja
reglugerð um gerð lyfseðila og ávísun lyfja
reglugerð um afgreiðslu lyfseðla og afhendingu lyfja
áhrifum verkja- og meltingarfæralyfja, notkun þeirra, auk helstu milliverkana og aukaverkana
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita eftir upplýsingum um lyf í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá á netinu
útskýra hvernig sérlyf eru flokkuð eftir ATC-flokkunarkerfinu
leiðbeina sjúklingum hvert þeir eigi að leita varðandi aðstoð í sambandi við lyf
yfirfara lyfseðla og átta sig á augljósum villum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna skilning á lyfjanotkun sjúklinga
leysa af hendi ýmis störf tengd lyfjum sem honum verða falin