Framhaldsáfangi í sögu og undanfari fyrir sögu á 3. þrepi. Í þessum söguáfanga er farið fljótt yfir sögu fornra menningarsamfélaga á svæðinu og hugað að birtingamyndum þeirra í nútímanum. Skoðað er hvernig þessi menningararfleifð eru kynnt og túlkuð í kvikmyndum, bókmenntum og á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Í seinni hluta áfangans eru afleiðingar nýlendustefnu í Asíu kannaðar ásamt byltingum í Kína, útþenslu Japana og nýiðnvæðingu í Suðaustur-Asíu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi töluvert að segja um efnisval áfangans.
SAGA2AA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þætti Suðaustur- og Austur-Asíu í heimssögunni.
helstu menningarsamfélögum í Suðaustur- og Austur-Asíu.
áhrifum Vesturlanda á sögu Suðaustur- og Austur-Asíu eftir landafundi
áhrifum trúarbragða og heimspeki á þjóðfélög svæðisins.
samspili umhverfis, auðlinda og atvinnuþróunar.
mikilvægi sögunnar fyrir nútímann.
áhrifum fjöldastjórnmála á stjórnmálaþróun á 20. öld.
þeim leiðum sem Asíuþjóðir hafa farið til iðnvæðingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita sögulegum hugtökum á þjóðfélagsþróun á mismunandi tímum.
lýsa sögunni á skapandi hátt í máli, myndum og tölum.
nýta sér fjölbreyttar heimildir til skilnings á sögunni.
fjalla um sögulegar frásagnir á gagnrýninn hátt.
vinna að verkefnum með öðrum.
taka þátt í umræðum og rökstyðja afstöðu sína.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera grein fyrir þætti Suðaustur- og Austur-Asíu í þróun heimsmenningarinnar.
öðlast vitund um og virðingu fyrir fjarlægum og framandi samfélögum.
geta tekið þátt í gagnrýnni og fordómalausri umræðu um þjóðfélagsþróun á svæðinu.
vera fær um að stuðla að auknum tengslum við Suðaustur- og Austur-Asíu.
Námsmat er fyrst og fremst byggt á hópverkefnum og smærri verkefnum nemenda.