Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415097192.83

    Eðlisfræði 2 - Bylgjur og rafmagn
    EÐLI3BB05
    31
    eðlisfræði
    Bylgjur og rafmagn
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um bylgjur, eiginleika þeirra, flokkun og lýsingu. Í framhaldi af því er fjallað um ljós og bylgjueiginleika þess. Einnig er farið í grunnatriði rafmagnsfræði og segulfræði. Skoðuð eru fyrirbæri eins og rafkraftar, rafsvið, rafrásir, segulkraftar og segulsvið. Tekin eru fyrir grunnhugtök eins og rafhleðsla, rafstraumur, rafspenna og skoðaðar einingar í rafrásum líkt og viðnám, spennugjafar og þéttar. Einnig er víxlverkun rafsviðs og segulsviðs skoðuð. Líkt og í undanfaranum er mikil áhersla lögð á að kenna vinnubrögð við úrlausn verkefna og við verklegar æfingar. Nemendur framkvæma nokkrar tilraunir í áfanganum.
    Nemandur þurfa að hafa lokið EÐLI2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • bylgjugerðum og útbreiðslu bylgna
    • endurvarpi, bognun, broti og samliðun bylgna
    • ljósbroti og lögmáli Snells
    • brennivídd og mögnun linsu ásamt linsujöfnunni
    • rafhleðslum, rafkröftum og rafsviði
    • spennu, rafstraumi, raforku og rafafli
    • viðnámi og lögmáli Ohms
    • íspennu og innra viðnámi spennugjafa
    • einföldum rafrásum og lögmáli Kirchhoffs
    • segulmagni, segulsviði og spanlögmáli Faradays
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota markverða tölustafi og viðeigandi einingar í útreikningum og lokasvörum
    • beita aðferðum stærðfræðinnar við að leysa dæmi og verkefni
    • beita lögmáli Snells og vinna með endurvarp, alspeglun og brot ljósbylgna
    • vinna með linsujöfnuna fyrir safnlinsur og dreifilinsur
    • nota vigra til að lýsa kröftum og hreyfingu hlaðinna agna í raf- og segulsviði
    • meðhöndla sviðshugtakið, bæði sem rafsvið og segulsvið
    • beita lögmálum Coulombs og Ohms í rafmagnsfræðinni
    • beita jöfnum Lorentz og Faradays í segulfræði
    • vinna sjálfstætt að framkvæmd verklegra æfinga og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu/tilraunaseðli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sannreyna helstu lögmál bylgju- og rafsegulfræðinnar með því að framkvæma tilraunir einn eða í samstarfi við aðra
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum (s.s. stærðfræði, tölvufræði og efnafræði) við lausn verkefna og úrvinnslu verklegra æfinga
    • leggja mat á hvort útkoma úr mælingum og útreikningum sé innan eðlilegra marka
    • tengja bylgju- og rafsegulfræði við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir hagnýtu gildi þessara fræðigreina
    Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig eru heimadæmi, annarpróf og verklegar æfingar metnar til lokaeinkunnar.