Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415097789.47

    Aflfræði og afstæðiskenning
    EÐLI3CA05
    32
    eðlisfræði
    Aflfræði og afstæðiskenning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í fyrri hluta áfangans er fjallað um sveifluhreyfingu, hluti sem sveiflast í gormi og pendúl og einnig um snúning fastra hluta. Í síðari hluta áfangans er fjallað um afstæðiskenningu Einsteins. Fyrst hin sértæka afstæðiskenning Einsteins. Þar er fjallað um afstæðan tíma, afstæða vegalengd og afstæðan hraða, geimferðir, afstæðan massa og samband massa og orku, Að lokum er almenna afstæðiskenningin kynnt.
    Nemandi þarf að hafa lokið EÐLI3BB05 eða jafngildianáfanga.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum og stærðum sem tengjast einfaldri sveifluhreyfingu.
    • einfaldri sveifluhreyfingu í gormi og sveiflu pendúls.
    • snúningi fastra hluta og þeim lögmálum sem slík hreyfing lýtur.
    • helstu hugtökum sem tengjast snúningi fasta hluta svo sem kraftvægi og hverfitregðu.
    • aðdraganda þess að afstæðiskenningin verður til.
    • grunnforsendum afstæðiskenningarinnar og hvernig þær leiða til nýrrar sýnar á alheiminn.
    • helstu afleiðingum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar svo sem tímaþenslu, lengdarsamdráttar og massaþenslu.
    • hvernig takmarkaða afstæðiskenningin tengir saman massa og orku.
    • í hverju munurinn á takmörkuðu og almennu afstæðiskenningunum felst.
    • hvernig almenna afstæðiskenningin gefur nýja sýn á þyngdarkraftinn.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með stærðir sem tengjast einfaldri sveifluhreyfingu.
    • leysa dæmi og verkefni með einfaldri sveifluhreyfingu, sveiflu pendúls eða snúning fastra hluta.
    • framkvæma einfaldar tilraunir þar sem unnið er með einfalda sveifluhreyfingu eða snúning fastra hluta.
    • beita jöfnum úr takmörkuðu afstæðiskenningunn við lausn dæma.
    • skoða hreyfingu út frá sjónarhóli afstæðiskenningarinnar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra hvað ræður einfaldri sveifluhreyfingu og snúningi fastra hluta.
    • sýna frumkvæði við lausn verkefna og við framkvæmd tilrauna sem tengjast einfaldri sveifluhreyfingu og snúningi fastra hluta.
    • útskýra og miðla meginatriðum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar.
    • afla sér sjálfur frekari þekkingar á viðfangsefnum áfangans.
    • meta hvort umræða eða upplýsingar sem snerta viðfangsefni afstæðiskenningarinnar eru á rökum reistar.
    • takast á við háskólanám í greininni.
    Námsmat byggir á áfangaprófum, heimadæmum, tímaverkefnum og verklegum æfingum.