Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415099232.86

    Yfirlits og verkefnaáfangi
    EÐLI4CV05
    1
    eðlisfræði
    Yfirlits og verkefnaáfangi
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Í áfanganum er fengist við ýmis konar verkefni sem miða að því að auka skilning og þjálfa vinnubrögð í eðlisfræði. Megináhersla áfangans er að veita góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi sem byggir á eðlisfræði svo sem nám í eðlisfræði eða verkfræði. Viðfangsefni geta verið breytileg en dæmi um þau eru: Þrýstingur; uppdrif; jafna Bernoulli um samband þrýstings og straumhraða sem skýrir m.a. flug. Stutt kynning á verkfræði steypu og styrktarjárna í steypu. Kynning á forsendum staðbindingar og orkuskömmtunar. Jafna Schrödingers skýrir stöðu og orku rafeinda í frumeindum. Tilviljunareðli geislavirkni. Óvissuregla Heisenbergs.
    EÐLI2BB05 og æskilegt að nemendur hafi lokið STÆR3EE05 eða taki hann samhliða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hverjar lausnir Schrödingerjöfnunar eru og hvernig þær gefa orkustig atóma
    • notkun tölva við lausn á verkefnum sem ekki er hægt að leysa með jöfnum
    • grunnatriði straumfræði
    • rafsegulfræði svo sem riðstraumur og span.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa einfaldar diffurjöfnur og túlka lausnir þeirra miðað.
    • nota tölvuforrit til að leysa vandamál sem ekki er unnt að leysa með öðrum aðferðum.
    • leysa dæmi og verkefni sem tengjast straumfræði.
    • leysa dæmi og verkefni sem tengjast riðstraum og spani.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvernig unnt er að nota stærðfræði til að leysa og túlka vandamál í eðlisfræði.
    • nota efni fyrri áfanga í eðlisfræði og stærðfræði við lausn verkefna.
    • takast á við háskólanám í eðlisfræði.