Almenn kynning á fræðigreininni líffræði. Áhersla á kenningar um upphaf lífs,frumur og einkenni lífvera. Einnig verður fjallað um næringarfræði og örverur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu kenningum um upphaf lífs
Efnasamsetningu lífvera og mun á ólífrænum og lífrænum efnum.
Helstu eiginleikum og einkennum fruma og algengustu frumulíffærum.
Byggingu og starfsemi lykilörvera
Undirstöðu í næringarfræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Bera saman mismunandi kenningar um upphaf lífs.
Bera saman mismunandi gerðir fruma.
Leita sér heimilda á netinu og í bókum og nýta þær til að leysa verkefni.
Nota smásjár og víðsjár og beita einföldum litunaraðferðum.
Fjalla um álitamál.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta metið tilgátur um uppruna lífs á faglegum grunni.
Geta borið saman ólíka eiginleika plantna og dýra.
Velja sér holla og næringarríka fæðu og forðast óhóf.
Í áfanganum er lokapróf. Einnig eru hlutapróf á önninni og skýrslur að afloknum verklegum æfingum. Þátttaka í hópvinnu og nemendafyrirlestrar eru einnig til grundvallar námsmats.