Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415184949.07

    Líffræði 1 - Almenn líffræði
    LÍFF2AA05
    27
    líffræði
    Almenn líffræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Almenn kynning á fræðigreininni líffræði. Áhersla á kenningar um upphaf lífs,frumur og einkenni lífvera. Einnig verður fjallað um næringarfræði og örverur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu kenningum um upphaf lífs
    • Efnasamsetningu lífvera og mun á ólífrænum og lífrænum efnum.
    • Helstu eiginleikum og einkennum fruma og algengustu frumulíffærum.
    • Byggingu og starfsemi lykilörvera
    • Undirstöðu í næringarfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Bera saman mismunandi kenningar um upphaf lífs.
    • Bera saman mismunandi gerðir fruma.
    • Leita sér heimilda á netinu og í bókum og nýta þær til að leysa verkefni.
    • Nota smásjár og víðsjár og beita einföldum litunaraðferðum.
    • Fjalla um álitamál.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta metið tilgátur um uppruna lífs á faglegum grunni.
    • Geta borið saman ólíka eiginleika plantna og dýra.
    • Velja sér holla og næringarríka fæðu og forðast óhóf.
    Í áfanganum er lokapróf. Einnig eru hlutapróf á önninni og skýrslur að afloknum verklegum æfingum. Þátttaka í hópvinnu og nemendafyrirlestrar eru einnig til grundvallar námsmats.