Áfanginn er byrjunaráfangi í lífeðlisfræði mannsins. Í honum eru tekin fyrir grunnatriði eins og frumustarfsemi, vefir, samvægi og samspil líffærakerfa. Að auki er fjallað um uppbyggingu og starfsemi þekjukerfis, taugakerfis, innkirtlakerfis, æxlunarkerfis, blóðrásarkerfis og öndunarkerfis.
LÍFF2AA05 eða LÍFF2AH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
heildarskipulagi mannslíkamans
samvægi
uppbyggingu frumuhimnu og flutningi efna yfir hana
helstu vefjagerðum mannslíkamans
þekjukerfinu
taugakerfinu
innkirtlakerfinu
æxlunarkerfinu
blóðrásarkerfinu
öndunarkerfinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um lífeðlisfræði bæði á íslensku og ensku
nota fræðileg hugtök til að tala og skrifa um lífeðlisfræðileg viðfangsefni
nota einföld mælitæki og áhöld sem tengjast rannsóknum í lífeðlisfræði, s.s. blóðþrýstingsmæli, öndunarmæli og krufningaráhöld
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka skilning á lífeðlisfræðilegum viðfangsefnum
afla sér meiri þekkingar og takast á við frekara nám í lífeðlisfræði
meta á gagnrýninn hátt umfjöllun um lífeðlisfræðileg fyrirbæri
tengja lífeðlisfræðina við daglegt líf
taka upplýstar ákvarðanir um lífsstíl og eigið heilbrigði
Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig er metin vinna á önninni, s.s. verkefni úr verklegum æfingum, kaflapróf og ástundun.