Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415185232.85

    Atferlisfræði
    LÍFF2BA05
    47
    líffræði
    Atferlisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Atferlisfræði dýra með áherslu á fuglaatferli. Verksvið atferlisfræðinnar og rannsóknaraðferðir. Þróun og erfðir atferlis. Borið er saman áunnið og meðfætt atferli. Rækilega skoðað atferli tengt: næringaröflun, vernd, fari, makavali, æxlun, umönnun ungviðis, tengsl og tjáning innan og milli tegunda: Samlífi af ýmsu tagi, hjarðir, félög. Flug fugla og aðlögun því tengd. Samanburður við atferli manna. Verklegar æfingar rannsóknarverkefni og vettvangsferðir styttri og lengri eru verulegur hluti áfangans. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
    LÍFF2AA/AH
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum atferlisfræðinnar.
    • Helstu hópum fugla á Íslandi og öðlist þjálfun í fuglaskoðun,
    • Dýraatferlisfræði og aðferðum til mats á atferli dýranna
    • Þjálfun í að mæla hegðun dýra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Þekkja algengustu fugla á Íslandi
    • Geta greint atferli dýra með viðurkenndum hætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta beitt viðurkenndum aðferðum til rannsókna á atferli ýmissa dýra.
    Verkefnavinna, hópa og einstaklinga, vettvangsferðir, skýrslur og próf.