Aðalviðfangsefni áfangans er örverufræði. Fjallað er um helstu flokka örvera og starfsemi þeirra. Frumugerð, efnaskipti og fjölgun. Fjallað er um mikilvægi örvera í vistkerfinu og notkun þeirra í iðnaði. Fjallað er um samspil örvera og manna, örverur sem sjúkdómsvalda og helstu varnir við þeim. Áhersla er á verklegar æfingar og að nemendur öðlist færni í vinnubrögðum við rannsóknir á sviði örverufræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi örvera í vistkerfi og notkun þeirra í iðnaði
Samspili örvera og manna
Einkennum og byggingu baktería og veira
Smitsjúkdómum af völdum baktería
Helstu vörnum gegn smitsjúkdómum, þróun smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi
Helstu aðferðum við greiningu, ræktun og einangrun baktería
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Tjá sig um málefni á sviði örverufræði á ábyrgan og skýran hátt
Öðlast færni í sýnatöku, ræktun, greiningu og meðhöndlun baktería
Vinna með bakteríur á öruggan hátt.
Afla sér frekari upplýsinga um örverufræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Auka skilning á almennri umfjöllun á sviði örverufræði
Afla sér frekari þekkingar á sviði örverufræði
Leggja mat á örverufræðilegar upplýsingar á gagnrýnin hátt
Gera sér grein fyrir samspili örvera, annarra lífvera og umhverfis.
Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig er metin vinna á önninni, s.s. skýrslur og verkefni, kaflapróf og ástundun.