Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415185961.01

    Jarðfræði 2 - Almenn jarðfræði
    JARÐ2BB05
    19
    jarðfræði
    Almenn jarðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn fjallar um áhrif innrænna og útrænna ferla á yfirborð jarðar. Fjallað er um myndun og flokkun storkubergs, orsök jarðskjálfta og brotalínur, kvikumyndun, eldvirkni og eldstöðvar og mótun landslags af völdum útrænna afla. Umfjöllun tekur sérstakt mið af jarðfræði Íslands. Áhersla er á verklegar æfingar, inni og úti í náttúrunni.
    JARÐ2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Orsökum jarðskjálfta, gerð brotalína, skjálftabylgjum og skjálftakvörðum, jarðskjálftasvæðum á Íslandi og tengslum við flekahreyfingar
    • Orsökum kvikumyndunar og myndunarferlum kviku
    • Helstu storkubergstegundum á Íslandi, steindum og holufyllingum
    • Mismunandi gerðum hrauna og einkennum þeirra, myndun og einkennum hraunhella, myndun og einkennum bólstrabergs
    • Uppbyggingu eldstöðvakerfa á Íslandi og tengslum við flekahreyfingar
    • Helstu gerðum íslenskra eldstöðva og gosháttum þeirra
    • Upphleðslu móbergsfjalla, flokkun þeirra og sérstöðu
    • Helstu landmótunarferlum og einkennum landslagsins
    • Undirstöðuatriðum jarðfræðikortagerðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Fjalla um viðfangsefni áfangans á skilmerkilegan, faglegan og gagnrýninn máta, ýmist einn eða í hóp
    • Afla sér frekari þekkingar um náttúru Íslands í bókum, ritum og á netinu
    • Að leita raka í þekkingu sinni og gögnum fyrir staðhæfingum um náttúru Íslands
    • Greina innri og ytri einkenni storkubergs og steindir og bergtegundir til tegundar
    • Lesa úr jarðskjálftalínuritum, reikna fjarlægð að mæli, stærð skjálfta og greina brotlausn skjálfta
    • Greina hraun og eldstöðvar til tegundar eftir útlitseinkennum
    • Greina mismunandi stig í myndun móbergsfjalla
    • Greina megineldstöðvar í rofnum jarðlagastafla
    • Greina helstu einkenni landmótunar
    • Lesa úr og túlka upplýsingar á jarðfræðikorti, þverskurðarmyndum og í töflum
    • Vinna með fjölbreytileg gögn um eldvirkni á íslensku og ensku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina jarðmyndanir úti í náttúrunni og álykta um myndun þeirra og gerð
    • Rita skýrt og skilmerkilega og af þekkingu um afmarkaða þætti í jarðfræði Íslands, myndun þeirra, eðli og form
    • Taka þátt í rökstuddri umræðu um sérstöðu íslenskra jarðmyndana á heimsvísu
    • Bæta við þekkingu sína með lestri fræðilegs texta bæði á íslensku og ensku
    • Byggja ofan á námið framhaldsþekkingu á efri þrepum jarðvísindakennslu
    Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig eru verkefni og áfangapróf metin til lokaeinkunnar.