Áfanginn fjallar um sólkerfið okkar og þá himinhnetti sem það mynda. Gerð er grein fyrir gerð og sérkennum himinhnattanna, innbyrðis afstöðu þeirra og orsökum sérkenna. Fjallað er um leitina að reikistjörnum í öðrum sólkerfum og leitina að lífi utan jarðar. Einnig er fjallað um rannsóknaraðferðir á jörðu niðri og utan lofthjúpsins, geimstöðvar og helstu geimferðir.
Nemendur þurfa að hafa lokið einum af eftirfarandi áföngum: JARÐ1AA05 eða EÐLI2AQ05 eða EFNA1AQ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu atriðum í þróun hugmynda um sólkerfið
Skipulagi og uppbyggingu sólkerfisins
Hreyfingum himinhnattanna og lögmálum sem stýra þeim
Sólinni, innri gerð hennar, yfirborðseinkennum og ríkjandi ferlum
Berghnöttum sólkerfisins, innri gerð, yfirborðseinkennum og lofthjúpi og breytileika milli hnattanna
Gas- og vatnshnöttum sólkerfisins, innri gerð og lofthjúpi og breytileika milli hnattanna
Dvergreikistjörnum, innri gerð, yfirborðseinkennum og staðsetningu í sólkerfinu
Tunglum, innri gerð, yfirborðseinkennum, virkni og lofthjúp
Ytri mörkum sólkerfisins, halastjörnum og byggingu þeirra, Kuiperbeltinu, Dreifinni og Oortskýinu
Leit að öðrum sólkerfum og plánetum þar
Hugmyndum um líf á öðrum himinhnöttum og leit að lífi
Rannsóknaraðferðum, sjónaukum á jörðu og utan lofthjúps jarðar
Geimferðum, ómönnuðum og mönnuðum ferðum og tilgangi þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Fjalla um viðfangsefni áfangans á skilmerkilegan, faglegan og gagnrýninn hátt, bæði í ræðu og rituðu máli
Afla sér þekkingar um efnið á gagnrýninn máta í erlendum og innlendum bókum, fagritum og á sérvöldum vefsíðum, umfram það sem áfanginn sjálfur tekur fyrir
Þekkja innbyrðis röðun og áhrif himinhnattanna í sólkerfinu og afleiðingar þeirra áhrifa
Útskýra muninn á samsetningu og innri gerð himinhnatta sólkerfisins og hvernig sá munur er til kominn
Greina afstæða aldursröð bergmyndana og yfirborðseinkenni á líkönum af berghnöttum
Greina hvaða ferli hafa myndað yfirborðseinkenni berghnattanna og tungla
Útskýra myndun og þróun lofthjúpa berghnattanna
Útskýra myndun lofthjúpa gas- og vatnshnatta, lagskiptingu og vindakerfi þeirra
Útskýra hvernig lofthjúpur annarra pláneta og tungla getur varpað ljósi á þróun lofthjúps jarðar í fortíð og framtíð
Greina þætti sem skapa skilyrði fyrir myndun og tilveru lífs á himinhnöttum sólkerfisins
Útskýra sérstöðu jarðar í sólkerfinu
Útskýra hvað stýrir og hefur áhrif á þróun sólkerfisins
Þekkja hvaða aðferðum er beitt við rannsóknir á sólkerfinu
Skoða plánetur og tungl í sjónauka
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Rita stutt og einfalt mál um afmarkað efni varðandi sólkerfið og hluta þess og halda uppi samræðum um það með rökstuðningi
Skrifa rannsóknarritgerð byggða á heimildum með tilvísunum þar sem gagnrýnin umfjöllun efnis er ástunduð
Beita öguðum vinnubrögðum
Sýna fram á samhengi plánetufræða og annarra raungreina
Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggir á áfangaprófum, smærri verkefnum og sérstöku
lokaverkefni