Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415186057.86

    Náttúruvá og náttúruhamfarir
    JARÐ2BN05
    18
    jarðfræði
    Náttúruvá og náttúruhamfarir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn fjallar um þau ferli jarðar, innræn og útræn, sem geta snúist upp í náttúruhamfarir. Gerð er grein fyrir helstu náttúruhamförum, dæmi tekin af umfangsmiklum nýlegum atburðum í heiminum og skoðað hvernig þeir hafa haft keðjuverkandi áhrif á náttúru og samfélag. Einnig er fjallað um manngerða vá, varnir gegn hamförum og viðbrögð við þeim. Áhersla er á verkefnavinnu, inni og úti í náttúrunni.
    Nemendur þurfa að hafa lokið einum af eftirfarandi áföngum: JARÐ1AA05 eða EÐLI2AQ05 eða EFNA1AQ05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • muninum á náttúruhamförum og sömu náttúruferlum án hamfara
    • heimsdreifingu náttúruváa
    • jarðskjálftum; eiginleikum þeirra og afleiðingum
    • eldvirkni; mismunandi gerðum eldgosa og afleiðingum þeirra
    • fellibyljum og skýstrókum; myndun þeirra, þróun og afleiðingum
    • öldum og flóðbylgjum; myndun þeirra, hegðun og afleiðingum
    • skriðuföllum, snjóflóðum og vatnsflóðum; myndun þeirra, hegðun og afleiðingum
    • eldingum og eldum; myndun þeirra, hegðun og afleiðingum
    • uppblæstri, þurrkum og hungursneið; orsökum og afleiðingum
    • manngerðri vá
    • náttúruvám á Íslandi
    • aukinni tíðni náttúruhamfara vegna loftslagsbreytinga
    • búsetu mannsins á hættusvæðum, forvörnum, vöktun hættusvæða og viðbrögðum við vá
    • viðbrögðum við afleiðingum náttúruhamfara
    • innlendum og erlendum stofnunum og hjálparsamtökum sem fást við forvarnir og afleiðingar hamfara og skipulagi hjálparstarfs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fjalla um viðfangsefni áfangans á skilmerkilegan, faglegan og gagnrýninn hátt, bæði í ræðu og rituðu máli
    • lesa faglegt námsefni á ensku
    • afla sér þekkingar um efnið á gagnrýninn máta í erlendum og innlendum bókum, fagritum og á sérvöldum vefsíðum, umfram það sem áfanginn tekur fyrir
    • greina hvernig einn atburður í náttúrunni getur leitt til hamfara af margvíslegum toga með mjög víðtæk áhrif
    • greina keðjuverkun í náttúrufarslegum atburðum og samhengi orsaka og afleiðinga
    • meta hugsanlega vá út frá náttúrufarslegum aðstæðum á afmörkuðum svæðum
    • greina á milli hættu og áhættu, hættumats og áhættumats
    • nota kortagögn og aðra viðeigandi vitneskju til að útbúa einfalt hættumat
    • þekkja vísbendingar um yfirvofandi hættu og kunna rétt viðbrögð
    • greina hvernig lífshættir mannsins hafa leitt til aukinnar hættu á náttúruhamförum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rita stutt og einfalt mál um afmarkað efni og halda uppi samræðum um það með rökstuðningi
    • skrifa rannsóknarritgerð byggða á heimildum með tilvísunum þar sem gagnrýnin umfjöllun er ástunduð
    • beita öguðum vinnubrögðum
    • átta sig á hvernig náttúruvá hefur áhrif á umhverfi, líf og efnahag samfélaga
    • átta sig á hvernig samfélagsþættir svo sem búsetudreifing og hönnun mannvirkja skipta sköpum á svæðum þar sem náttúruvá er til staðar
    • átta sig á mikilvægi hjálparstarfs og öðlast aukna samkennd með íbúum hrjáðra svæða
    Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggir á áfangaprófum, smærri verkefnum og sérstöku lokaverkefni .