Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415186096.87

    Jarðsaga
    JARÐ3CS05
    4
    jarðfræði
    Jarðsaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um sögu jarðar, myndun hennar og þróun frá upphafi til okkar daga. Saga jarðskorpunnar, lofthjúpsins, hafanna og lífsins er rakin og gerð er grein fyrir því hvernig jarðlög myndast og breytast í aldanna rás og hvernig lesa má úr þeim jarðsöguna. Myndun Íslands og jarðsaga er rakin, gerð er grein fyrir sérkennum landsins í samanburði við önnur lönd, sérstökum jarðlagaröðum og sérkennum landshluta. Fjallað er um þróunarsögu mannsins, mögulega framtíðarlandaskipan og framtíð jarðar. Áhersla er á verkefnavinnu, inni og úti í náttúrunni.
    Nemendur þurfa að hafa lokið áfanganum: JARÐ2BB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Gerð og uppbyggingu hafs- og meginlandsskorpu og myndbreytingu bergs
    • Upphleðslu jarðlagastafla, innskotum og brotahreyfingum sem gera jarðlagaröð flóknari
    • Aðferðum við greiningu á myndun og innihaldi jarðlagastafla og lestur jarðsögunnar úr jarðlögum staflans, þar á meðal mikilvægi leiðarlaga og leiðarsteingervinga
    • Aldursgreiningaraðferðum jarðvísinda og aldursgreiningu jarðar og jarðlaga
    • Jarðsögunni sjálfri frá upphafi til nútíma og gerð og innihaldi jarðsögutafla
    • Skeiðaskiptingu jarðsögunnar, orsökum hennar og þeim umhverfisaðstæðum sem ríktu á mismunandi skeiðum
    • Myndun jarðefnaeldsneytis og málmæða
    • Þróunarsögu lífs á jörðinni og sambandi hennar við þróun lofthjúpsins og hafs
    • Hlutverki aldauða og lífssprengja í þróunarsögunni og tímasetningu vendipunkta
    • Jarðsögu Íslands sérstaklega, tilurð landsins og uppbyggingarsögu þess og jarðfræðilegum sérkennum landshlutanna
    • Einstakri stöðu Íslands á meðal landa jarðar sem eina hafsbotnsins sem stendur ofar sjávarmáli
    • Ísöldum í jarðsögunni, orsökum þeirra og afleiðingum og mikilvægi í jarðsögu Íslands
    • Lífs- og loftslagssögu Íslands, landnámi lífs á landinu og breytingum á því
    • Þróunarsögu mannsins, upprunaheimkynnum og útbreiðslu
    • Mögulegum umhverfisbreytingum og þróun jarðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Greina þætti sem hafa áhrif á þróun jarðskorpunnar, lofthjúpsins, hafanna og lífsins
    • Greina samhengi og keðjuverkun í náttúrunni og afleiðingar hennar
    • Lesa jarðsögu úr jarðlagastafla með aðferðum jarðlagafræðinnar
    • Nota jarðfræðikort, jarðlagasnið, líkön og texta til að lesa jarðsögu landsvæða
    • Greina upphleðslu jarðlaga og landmótunarferli úti í náttúrunni
    • Lesa í landslag og bergmyndanir úti í náttúrunni og setja fram einfalda jarðsögu landsvæðis
    • Lesa um jarðfræðilegt efni á ensku
    • Afla sér þekkingar um efnið í bókum,tímaritum og á netinu, og setja fram á skilmerkilegan og skýran hátt
    • Vinna jarðfræðilegar greiningar í samvinnu í hóp
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Fjalla á skilmerkilegan, faglegan og gagnrýninn hátt um einstaka þætti náttúrunnar, bæði í ræðu og rituðu máli
    • Fjalla af skilningi um samhengið í náttúrunni og samband manns og náttúru í ljósi jarðsögunnar
    • Afla sér viðbótarþekkingar til að víkka út skilning sinn á eðli breytinga og þróunar í sambandi við ákvarðanatöku um málefni náttúrunnar
    • Greina og svara með rökum ómálefnalegri umræðu um náttúruna
    • Veita almenna leiðsögn um jarðfræði landsvæða á Íslandi
    • Byggja ofan á námið framhald í jarðvísindanámi á háskólastigi
    Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig eru verkefni og áfangapróf metin til lokaeinkunnar.