Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415188056.1

    Umhverfisfræði
    LÍFF2BU05
    46
    líffræði
    Umhverfisfræði.
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er skilgreindur sem þverfaglegur og nýtist þekking í ýmsum öðrum greinum en líffræði. Mikið er um verkefnavinnu í litlum hópum þar sem reynir talsvert á sjálfstæð vinnubrögð. Reynt hefur verið að setja nemendur í ,,hlutverk“ t.d. sumir eru neytendur, aðrir stjórnmálamenn(stjórn/stjórnarandstaða) þá framkvæmdaraðilar, eftirlitsaðilar o.s.frv. Síðan flytja hóparnir framsögu, rökræða í pallborði og taka þátt í almennum umræðum auk þess að skila stuttri skýrslu. Kjarnalesefni er á ensku en einnig er tínt til ýmislegt annað. Áfanginn tekur mið af stöðunni á hverjum tíma og er lagt upp úr því að tengja viðfangsefnin við daglegt líf. Þannig var t.d. fjallað ítarlega um Hvítbók umhverfisráðherra þegar hún kom út og verkefni spunnin út frá því. Svipað var gert með Rammaáætlun. Einnig hafa verið gerðar úttektir á MH út frá umhverfissjónarhóli. Nemendur hafa skoðað orkunotkun(raf- og heitavatns), innkaup, samgöngur o.fl. Yfirleitt hefur verið farið í dagsferð um Suðurland þar sem miðpunktur ferðarinnar hefur verið heimsókn í vistvæna þorpið Sólheima í Grímsnesi.
    LÍFF2AA/AH
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum umhverfisfræðinnar
    • mengun í lofti, vatni og jarðvegi
    • flokkun sorps og endurnýtingu
    • orkubúskap jarðar og helstu orkugjöfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér áreiðanlegra upplýsinga um umhverfismál
    • flokka sorp og skipuleggja endurnýtingu
    • leggja mat á áhrif mannsins á umhverfið
    • vinna með öðrum að lausnum verkefna um umhverfismál
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðu og hugtök tengd umhverfismálum
    • gera sér grein fyrir áhrifum mannsins á mótun lands og áhrif hans á umhverfið
    • umgangast náttúruna af ábyrgð
    • taka rökstudda afstöðu til helstu umhverfismála og nýtingu umhverfis og auðlinda
    Verkefni, skýrslur, framsögur, þátttaka og próf.