Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415366630.77

    Ítalska 1.
    ÍTAL1AA05
    4
    ítalska
    Byrjunaráfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Ætlað byrjendum sem ekki hafa neina kunnáttu í tungumálinu. Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins: Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu landsins.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum grunnorðaforða
    • framburði, áherslum og hljómfalli
    • grunnatriðum málfræðinnar / málkerfisins
    • menningu landsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja fyrirmælum kennara
    • þekkja algengustu kveðjur og ávörp
    • skilja stutta texta með einföldum orðaforða, sem tengist honum, umhverfi hans og áhugamálum
    • taka þátt í einföldum samræðum
    • segja frá fjölskyldu sinni og sjálfum sér, nánasta umhverfi og daglegum athöfnum
    • skrifa stuttan texta
    • beita helstu málfræðireglum
    • vinna sjálfstætt og með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina upplýsingar sem hann heyrir eða les
    • tjá sig um tiltekin málefni eða taka þátt í einföldum samræðum
    • tjá sig á viðeigandi hátt eftir aðstæðum, t.d. með því að nota þérun eða viðeigandi kurteisisávörp
    • koma einhverju tilteknu á framfæri skriflega, t.d. upplýsingum á eyðublöð eða að skrifa póstkort