Viðfangsefni undanfaranna eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun, þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu landsins. Orðaforðinn er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Til að æfa þessi atriði er hægt að taka mið af eftirfarandi:
Daglegt líf fólks, menning og frásagnir, tómstundir og frítími, hátíðir, ferðalög o.fl.
ÍTAL1BB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
aðalatriði í samtali tveggja eða fleiri aðila á viðkomandi tungumáli þegar rætt er um almenn og sértæk efni þegar talað er skýrt og greinilega
frásagnir um efni sem hann kannast við þar sem talað er skýrt og greinilega
endursagt munnlega stuttan ritaðan texta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
segja frá liðnum atburðum og persónulegri reynslu
haldið stutta kynningu á fyrirfram undirbúnu efni
sagt frá framtíðaráformum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina upplýsingar og draga ályktanir af því sem hann les eða heyrir
tjá sig um tiltekin málefni eða taka þátt í samræðum sem krefjast aukins orðaforða
koma ákveðnum atriðum á framfæri skriflega í mismunandi tegundum af textum