Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415371212.75

    Danske film og filmhistorie
    DANS2BK05
    30
    danska
    Danske film og filmhistorie
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er kvikmyndaáfangi sem hefur að markmiði að auka skilning og færni nemenda í dönsku. Jafnframt því að læra danska kvikmyndasögu fá nemendur innsýn í danska menningu og sögu eins og hún birtist í dönskum kvikmyndum. Nemendur læra hvernig setja á kvikmyndagagnrýni fram og þurfa að beita þeirri þekkingu í eigin kvikmyndagagnrýni bæði munnlegri og skriflegri. Í áfanganum er gerð krafa um virkni og ábyrgð nemenda.
    DANS2AA/AH05. Áfanginn er valáfangi á öllum brautum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • danskri kvikmyndasögu
    • danskri menningu og samfélagi og hvernig það birtist í kvikmyndum
    • hvernig setja skuli fram rökstudda kvikmyndagagnrýni
    • atburðum og persónum í danskri sögu eins og það birtast í kvikmyndum
    • mismunandi blæbrigðum í tungumálinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta hlustað á og skilið almennt talað mál
    • skrifa kvikmyndagagnrýni á dönsku sem uppfyllir hefðbundnar kröfur
    • tjá sig munnlega án málhnökra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hlusta á og miðla efni munnlega með viðeigandi orðaforða og framsetningu
    • skilja daglegt mál og skilja fræðilega texta að eigin vali og geta miðlað þeim munnlega
    • flytja mál sitt munnlega fyrir áheyrendur
    Símat, ástundun og verkefni 100%