Lokaáfangi í sögu á Félagsfræðabraut. Sagnfræði og ritgerðasmíð er lýsandi heiti áfangans enda helstu viðfangsefni hans að nemendur kynnist sagnfræði sem fræðigrein og þjálfist í ritgerðarskrifum. Þema áfangans er breytilegt frá önn til annar, en að jafnaði eru teknir fyrir tveir áratugir úr íslenskri 20. aldar sögu. Verkefni annarinnar tengjast tímabilinu og nemendur vinna lokaritgerð innan ramma þess.
10 feiningar í sögu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
aðferðafræði og orðaforða sagnfræði
ólíkum sjónarhornum og samfélagslegu gildi sagnfræðinnar
almennri Íslandssögu á seinni hluta 20. aldar
viðfangsefni lokaritgerðar sinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita gagnrýnni hugsun
beita öguðum og faglegum vinnubrögðum
greina fjölbreytt orsakasamhengi
leita sér að gagnlegum heimildum
skrifa fræðilegan texta
velja milli aðferða við lausn verkefna og sjálfstæðri og skapandi rannsóknarvinnu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hefja háskólanám í félags-, mann- eða hugvísindum
leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
lesa heimildir á gagnrýninn hátt
nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum