Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1415793682.64

  Kynningaráfangi í eðlisfræði
  EÐLI2AQ05
  26
  eðlisfræði
  Hreyfing, aflfræði, ljós, rafmagn og stjörnufræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn er til kynningar á viðfangsefnum eðlisfræði fyrir nemendur á öðrum brautum en náttúrufræðibraut. Í áfanganum er farið yfir nokkru svið eðlisfræðinnar, aflfræði, ljósfræði, varmafræði, rafmagnsfræði, stjörnufræði, geislun og geislavirkni. Markmiðið er að nemendur öðlist nokkra innsýn inn í þessi viðfangsefni og auki skilning á náttúrunni og umhverfinu. Í áfanganum eru framkvæmdar tilraunir í hópum. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemenda á eigin námsframvindu. Áfanginn er á 2. þrepi en hefur engan undanfara og er ekki undanfari fyrir neina aðra áfanga.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • því hvað felst í vísindalegri aðferð helstu hugtökum sem notuð eru í eðlisfræði til að lýsa umhverfinu og ýmsum fyrirbærum sem tekin eru fyrir í áfanganum nokkrum helstu lögmálum sem gilda innan þeirra viðfangsefna sem fjallað er um. tengslum milli hugtaka sem notuð eru við að lýsa umhverfi okkar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að framkvæma einfaldar tilraunir undir leiðsögn. að vinna úr gögnum og lesið úr niðurstöðum. notkun ýmissa mælitækja við framkvæmd tilrauna. notkun vasareikna og tölvuforrita við lausn verkefna og úrvinnslu tilrauna. að fjalla um ýmis viðfangsefni áfangans á faglegan og gangrýninn hátt að afla sér þekkingar í bókum, ritum og á netinu á gagnrýninn máta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leysa verkefni, túlka lausnir og gera grein fyrir þeim í mæltu máli. sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu. rita um málefnið og halda uppi samræðum um það með rökstuðningi.
  Námsmatið er í gegnum verkefni á önninni sem eru eintaklingsverkefni, hópverkefni, nemendafyrirlestar og verklegar æfingar. Áfanganum lýkur með skriflegu lokaprófi.