Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415807662.81

    Íslenska 3
    ÍSLE3CC05
    None
    íslenska
    fornbókmenntir.
    í vinnslu
    3
    5
    Viðfangsefni áfangans eru íslenskar fornbókmenntir frá upphafi til siðskipta. Lesin er ein veigamikil Íslendingasaga og valin dæmi annarra fornbókmennta í lausu máli. Lesin eru nokkur eddukvæði í heild. Einnig eru lesin dæmi um annan fornan kveðskap. Lögð er áhersla á að setja verkin í menningarsögulegt samhengi sem og að fjalla um gildi þeirra fyrir nútímafólk. Einnig eru lesnar og greindar nútímabókmenntir sem tengjast fornbókmenntunum sem lesnar eru. Nemendur fá þjálfun í að lesa fræðilegt efni og gera skipulega grein fyrir því. Nemendur fá þjálfun í að setja fram skoðanir sínar á fornbókmenntum og gildi þeirra á gagnrýninn og skapandi hátt, bæði munnlega og skriflega.
    Nemandi þarf að hafa náð fullri hæfni í íslensku á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Formlegum og efnislegum einkennum eddukvæða.
    • Formlegum og efnislegum einkennum Íslendingasagna og geta áttað sig á bókmenntasögulegu gildi þeirra.
    • Öðrum fornbókmenntum, bæði í lausu máli og bundnu.
    • Uppbyggingu samfélags fornbókmenntanna; stéttaskiptingu og stöðu kynjanna.
    • Rannsóknum á fornbókmenntum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Gera skipulega grein fyrir rannsóknum á fornbókmenntum.
    • Miðla til annarra á gagnrýninn og skapandi hátt, bæði skriflega og munnlega, aðalatriðum lesinna texta.
    • Átta sig á ólíkum stíleinkennum fornbókmennta.
    • Fjalla um uppbyggingu samfélags fornbókmenntanna; stéttaskiptingu og stöðu kynjanna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja ólíka texta frá miðöldum í sögulegt samhengi og geta lagt sjálfstætt mat á gildi þeirra í samtímanum.
    • Gera grein fyrir munnlegri geymd fornbókmennta og ritunartíma þeirra.
    • Átta sig á gildi fornbókmennta fyrir Íslendinga sem þjóð.
    • Miðla til annarra hugmyndum sínum um gildi textanna fyrir nútímafólk.
    • Átta sig á mikilvægi íslenskra fornbókmennta fyrir önnur Norðurlönd.
    • Skrifa texta í anda fornbókmennta.
    • Bera saman á gagnrýninn hátt samfélagsmynd fornbókmennta og nútímann með tilliti til valdabaráttu og stöðu kynjanna.
    Námsmat byggir á lokaprófi og fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina.