Í áfanganum öðlast nemendur haldgóða yfirsýn yfir íslenskt mál og bókmenntir frá siðaskiptum 1550 til aldamótanna 1900. Sú yfirsýn fæst með lestri valinna verka frá tímabilinu, meðal annars út frá menningar- og bókmenntasögulegu sjónarhorni. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni um efni áfangans og gera munnlega og skriflega grein fyrir þeim. Í áfanganum skrifa nemendur rannsóknarritgerð.
Nemendur lesa veigamikla nútímaskáldsögu, fjalla um hana og gera grein fyrir henni í ræðu og riti. Lögð er áhersla á túlkun og greiningu persóna, söguþráðar og aðstæðna.
Nemendur fara í leikhús og fjalla um leiksýninguna.
Nemandi þarf að hafa lokið íslensku 3
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal þekkja helstu höfunda, verk og stefnur í íslenskum bókmenntum á tímabilinu 1550-1900.
Nemandi skal geta skilgreint og borið saman ólíkar bókmenntastefnur.
Nemandi skal geta nýtt sér hugtök bókmenntafræðinnar við greiningu og túlkun bókmennta og annarra texta.
Nemandi skal skilja bókmenntalegt, málsögulegt, sögulegt, félagslegt, menningarlegt og pólítískt samhengi í textum sem fjallað er um í áfanganum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal geta miðlað þekkingu sinni með mismunandi aðferðum og ólíkum tjáningarformum, t.d. í formi fyrirlestra, ritgerða, framsögu og skýrslugerðar.
Nemandi á að hafa vald á viðurkenndum aðferðum í ritgerðasmíð og sýna það í verki í skrifum ritgerðar og annarra verkefna.
Nemandi þarf að sýna færni í að greina bókmenntatexta, jafnt með tilliti til persónusköpunar, umhverfis, tíma og annarra lykilþátta bókmenntagreiningar.
Nemandi skal fá þjálfun í að vinna úr margs konar upplýsingum, bæði munnlegum og skriflegum, jafnt bóklegum sem netheimildum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nemandi á að geta tekið þátt í umræðu um bókmenntir, fært rök fyrir máli sínu, tekið gagnrýni og veitt andsvör. Hann á að skilja bókmenntalega greiningu og geta tekið þátt í henni.
Nemandi á að geta sett sig í spor sögupersóna eða ljóðmælanda, samsamað sig frásögn skáldskapar og túlkað hann. Hann á að geta tekið sjálfstæða afstöðu til skáldskapar og boðskapar hans.
Nemandi skal geta miðlað upplifun sinni af lestri bókmennta á skapandi hátt í ræðu og riti.
Nemandi á að fá tækifæri til að setja eigin menningu í alþjóðlegt samhengi.
Námsmat felst bæði í símati og lokaprófi. Til að ljúka áfanganum verður nemandi að standast ólíka matsþætti á réttum tíma, þar með talda rannsóknarritgerð, önnur verkefni og lokapróf.